Athyglishórur

Svona eru Íslendingar. Nauðgum þeirri litlu athygli sem okkur er gefið. Mjólkum hana til síðasta dropa. Sjálfsdýrkun í efsta veldi.
Mér þykir það mjög hallærislegt að troða krakkanum með mótmælendaspjald fyrir framan myndavélina. Er þetta gert til að fá fólk tyil að hugsa? Vá.. en frumlegt. Eignuðust þið krakka til að misnota þá í áróðursherferðir gegn landi sem var að vernda sína eigin hagsmuni? Svo pota einhverjir gaurar sér fyrir framan myndavélarnar og komast í heimsfréttirnar eins og þeir hafa alltaf þráð. Eiginhagsmunaseggir. Mér finnst ekkert riddaralegt eða föðurlandslegt við þessa hegðun. Barnaskapur.

Íslendingar "get over yourselves".


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hallóhalló

hver er bitur ?

inga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:15

2 identicon

Er ekki allt í lagi heima hjá þér gæskurinn?

Þessi skrif þín lýsa nístandi biturð.

Ég held að þetta frábæra framtak með undirskriftasöfnunina sé einmitt þáttur í að "get over yourselves".

En ég mæli með að þú standir fyrir framan spegil næst þegar þú segir þetta og hafðu setninguna í eintölu fyrstu persónu. ;o)

Árni Tr (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:15

3 identicon

nákvæmlega... vildu þeir ekki taka viðtal við þig....

erla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Værir þú til í að koma með rök en ekki svona hrokafullar alhæfingar varðandi okkur athyglishórunar ?

Það voru beind hryðjuverkalög á íslendinga og fólk rís upp gegn þessu með því að benda á hvað þessi lög eru óviðeigandi. Fræðimönnum ber saman um að þessi misbeiting á lögum breskra stjórnvalda séu algjörlega út í hött og það er algjörlega ljóst að öll kurl séu ekki komin til grafar. 

Hvað er athugavert við það að benda á að börnin sín séu ekki hryðjuverka menn ?  

Og hvaða athygli var okkur gefið ? Jú meðal annars er íjað því að við séum Hryðjuverkamenn. Íslendingar fá ekki afgreiðslu í búðum erlendsis og fyrirtækjaeigandur sem eru af íslensku bergi brottnir fullyrða að það sé ómögulegt að vera í viðskiptum í öðrum löndum en á íslandi.

Brynjar Jóhannsson, 29.10.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Mér hugsa að ykkur dettur ekkert betra í hug en að kalla mig bitran mann. Ég öfunda þetta fólk ekki. Ég hálf vorkenni athyglisþörf þeirra á meðan ég finn aulahrollinn hríslast niður mænuna.

Ég er handviss um að Íslendingar hefðu beitt nákvæmlega sömu aðferðum hefðu þeir verið í sporum Breta, og að við hefðum rifið tífalt meiri kjaft. Mér finnst það lýsa smá þröngsýni að geta ekki sett sig í spor Bretanna. Vissulega eru aðferðir þeirra fullgrófar... en ég sýni þeim fullkominn skilning gagnvart hroka íslenskra stjórnvalda.

Ef þið bregðist illa við ummælum mínum þá dettur mér í hug að það sé bara vegna þess að þið sjáið glitta í sannleikskornin djúpt bakvið þykku hauskúpuna ykkar.

Skarphéðinn Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

"Ég hugsa" skal það víst vera.

Skarphéðinn Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Örn Arnarson

Hér mælir augljóslega sannur Sjálfstæðismaður.  Hvernig sést það?  Hvernig hann talar niður til fólks.  Ég lít á þessi mótmæli m.a. sem leið til sjálfshjálpar og samþjöppunar.  Það er reyndar það versta sem gæti komið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þjóðin stæði nú saman sem einn maður.

Örn Arnarson, 30.10.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skarphéðinn deilir visku sinni

Höfundur

Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn heiti ég. Fimmtugur sjálfsstæðismaður með sérstakan áhuga á jeppum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband