Nýríka unga kynslóðin kvartar og kveinar

Ég sé á ummælum margra bloggara yfir fimmtugt að þeir höfðu það sérstaklega slæmt á sínum yngri árum. Það er þeim mikilvægt að sanna fyrir ungu kynslóðinni sem hefur ekkert vit á peningum og fær sér nýjan laptop á mánaðarfresti. Hér er í lagi að alhæfa og beita fordómum gegn námsmönnum, því þeir eru ungir og vitlausir.

Ég get toppað alla, sérstaklega hinar eldri sveskjurnar sem gorta sig af erfiðum tímum. Þegar ég var ungur vaknaði ég klukkan 5 á morgnanna til að bera út moggann í 5 hverfi. Þetta tók mig um 3 klukkustundir og var ég á hjóli. Ég leigði 20 fermetra bílskúr og þar var enginn hiti, svo ég þurfti gjarnan að kveikja bál með mínum eigin peningum yfir vetrartímann, bara til að frjósa ekki í hel. Ég ræktaði mitt eigið grænmeti en var í stöðugu stríði við fugla og kanínur, sem vildu koma blóðþyrstum tönnum sínum yfir beðin mín, svo uppskeran nam oft varla meira en 15%.

Ég var ekki með neina sturtu svo ég þurfti að nota garðslönguna úti í garðinum, stundum var þetta ekki hægt því vatnið var frosið. Að lokum þurfti ég að selja líkama minn til háskólakennara fyrir gamlar námsbækur.

HALDIÐI AÐ ÞIÐ HAFIÐ HAFT ÞAÐ SLÆMT ANDSK! ÉG HEF HAFT ÞAÐ VERST OG ER MIKLU MUN MEIRA KARLMENNI FYRIR VIKIÐ ANDKS DJÖÖÖÖÖ FREKJA Í ÞESSU LIÐI HA?


mbl.is Háskólanám forréttindi ríkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu Skarphéðinn, stundaðir þú vændi á þínum yngri árum til að geta stundað háskólanám?

Helga (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 14:39

2 identicon

Ekki veit ég hvort þú ert að reyna að vera fyndinn eða alvarlegur en það skiptir hreint ekki máli hvernig þetta var þegar þú varst í skóla. Ef það ætti alltaf að horfa á hvernig fyrri kynslóðir höfðu það og móta hvernig samfélagið á að vera í samræmi við það þá væri engin þróun í þessum heimi. Mér finnst að nemar ættu að vera með alveg þau sömu réttindi og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum.

Því finnst mér ánægjulegt að heyra að í dag hafi verið ákveðið að hækka grunnframfærslulán til námsmanna um 20%.

Hrafn (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skarphéðinn deilir visku sinni

Höfundur

Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn heiti ég. Fimmtugur sjálfsstæðismaður með sérstakan áhuga á jeppum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband