Lélegt tímakaup

Hvernig nennir fólk að standa í þessum múgæsingi? Segjum að þú kaupir áfengi fyrir 10.000. Á morgun er verðið komið í 10.525 krónur. Þú sparar því heilar 525 krónur. Þarft að eyða hvað svona hálftíma í ríkinu því þú þarft líka að bíða í lengri röð en venjulega. Það þykir mér lélegt tímakaup. Þjóðarsálin metur hamingjuna á 1050kr tímann. Ekki furða að það sé kreppa þegar við erum svona fokking léleg í viðskiptum. 1050kr á tímann er auðvitað bara djók, en þetta sættir fólk sig við, lætur vaða yfir sig.

Svo fer sá sami heim og drekkir sorgum sínum í kreppunni. Eyðir 525 krónum í þynnkuborgara daginn eftir.


mbl.is Örtröð í verslunum ÁTVR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættu jeppadellunni stuttbuxnalabbi og snúðu þér að líkamsrækt þar sem aðaláherslan er lögð á bumbuna.  Davíð Oddsson ku vera sérfræðingur í greininni.  Myndskeið til útskýringar fylgir hér:

http://www.youtube.com/watch?v=TERThWmN2I4

CHEERS!!

Ekki segja nei (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:59

2 identicon

Ég held nú að ástæðan fyrir "hamstrinu" og örtröðinni hafi verið sú að fréttir gærdagsins voru á þann veg að áfengið myndi hækka miklu meira en 5%. Þess vegna held ég að þessi örtröð hafi verið. Fólk hafi búist við miklu meiri hækkun en varð svo.

Þetta er einmitt gott dæmi um það þegar verið er að ljúga að fólki. Fyrirtæki halda því fram rétt fyrir mánaðarmót eða rétt fyrir helgi að eftir mánarmótin eða á mánudeginum muni allt hækka upp úr öllu valdi. Því sé best að kaupa inn núna. Bónus og Hagkaup gerðu þetta þegar þau ráðlögðu fólki að kaupa sér jólamatinn strax því að það myndi verða vöruskortur. Olíufélögin gerðu þetta líka. Þau sögðu fólki fyrir nokkru að það myndi allt hækka eftir þá helgi, fólk fór að hamstra bensín en svo lækkaði bensínið mánudaginn eftir.

Þetta er bara einfaldlega viljandi gert. Auka hræðslu fólks til að fá það til að kaupa. Finnst þetta mál með áfengiskaupin því einfaldlega dæmi um sviksama og ljóta hegðun fyrirtækja heldur en fólksins sem keypti áfengið.

Guðrún (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skarphéðinn deilir visku sinni

Höfundur

Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn heiti ég. Fimmtugur sjálfsstæðismaður með sérstakan áhuga á jeppum.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband