Helmingi dýrari eða tvöfalt dýrari?

Bæði dæmin sem eru gefin upp í þessari frétt eru í kringum 100%. Kannski er ég orðinn ryðgaður í stærðfræði en myndi það ekki teljast sem tvöföld hækkun en ekki helmings hækkun?

Verð sem hefur aukist um ca. 50% myndi teljast sem helmings hækkun.


mbl.is Sprenging varð í flugeldaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Hjartanlega sammála þér. Einhverntíman bloggaði ég einmitt um það sama. 100 er tvöfalt meira en 50, en 50 er helmingi minna en 100 og 150 er helmingi meira en 100. Þetta snýst um hvaða tölu þú talar út frá.

Reputo, 29.12.2009 kl. 15:37

2 identicon

Mjög sammála.

Svipað dæmi: Ég hef aldrei þolað bæði fréttafólk og þingmenn tala um vaxtalækkanir því þeim tekst svo mörgum að klúðra því. Alltaf þegar stýrivextir eru lækkaðir um 3 PRÓSENTUSTIG þá tekst einhverjum skörpum þingmanni alltaf að gagnrýna það að stýrivextir hafi aðeins verið lækkaðir um 3% en 3 prósentustig niður frá 15% stýrivöxtum er lækkun upp á 20%.

Helgi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:17

3 identicon

Get ekki verid sammala. Helmings haekkun er ad sjalfsogdu 50% meira. Thvi aetti tvofold haekkun ad vera 200% meira. Eitthvad sem er 100% haerra aetti thvi ad teljast til einfaldrar haekkunnar.

Thad er annad ef madur talar um ad eitthvad se tvisvar sinnum a vid thad sem thad var adur. Thad er bara vist ekki gert rad fyrir thvi i islensku mali ad eitthvad sem er tvisvar sinnum MEIRA er ekki tvisvar sinnum fyrrgreindi hluturinn, heldur thrisvar sinnum....

OHA (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:13

4 Smámynd: Reputo

OHA: Get ekki verid sammala. Helmings haekkun er ad sjalfsogdu 50% meira.

Það er akkúrat það sem við erum að segja. Ríndu aðeins betur í 1. athugasemd. Helmingi meira en 100 er 50% hækkun sem gerir 150. Eitthvað sem er tvöfallt meira er x2. 100x2=200. Þú getur ekki yfirfært þetta yfir í prósentur svona. Tvisvarsinnum eitthvað getur aldrei verið meira en 100% aukning.

Helmings og tvöfalt orðalögin eru sennilega tekin úr sitthvorri áttinni. Annað er allavega beint úr margföldunartöflunni sbr. tvöfalt, þrefalt osfv.

Reputo, 30.12.2009 kl. 11:05

5 identicon

Thu heyrir thad samt sjalfur ad eitthvad sem er tvofallt meira aetti i raun ad vera 200 % meira. Thegar thu ert med einn hlut tha er hann alltaf 100%, eda 1,00. Thannig ad ef thu ert med eitthvad sem er 2x1,00 MEIRA en adur, tha ertu med 200% meira. Eda til samans 300%

OHA (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Reputo

Nei þú misskilur þetta. Ef þú ert með eitthvað sem er 100% og gerir svo x2 að þá ertu jú kominn með 200% en það er bara 100% aukning sem er tvöföldun. Þú mátt ekki bæta 200% við 100%, því upphaflegu 100% eru inn í þessum 200%. Þannig að þú sérð að þetta er þá bara 100% aukning en ekki 200%.

Reputo, 31.12.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skarphéðinn deilir visku sinni

Höfundur

Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn heiti ég. Fimmtugur sjálfsstæðismaður með sérstakan áhuga á jeppum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband