15.7.2009 | 00:45
Senda sjúkraflutningamenn í ökuskóla STRAX!!
Nú hef ég lent í svipuðum aðstæðum. Ég var að koma úr sundi á Selfossi með fjölskyldunni eftir góða útilegu og okkur seinkaði um 20 mín vegna þess að afgreiðslufólkið í lauginni gat ekki ANDSKOTAST til að vera fljót að finna handa okkur handklæði til leigu en þeim höfðum við gleymt á tjaldsvæðinu. Svo ég ÞURFTI að keyra á 120km hraða ef ég ætlaði að ná að horfa á Liverpool taka Manchester í gegn. Ég keyrði því framúr umferðinni á jeppanum en þurfti að sikksakka milli vinstri og hægri akreinar á tvíbreiða veginum því fólkið á vinstri akrein skilur ekki að hún er fyrir umferð sem er að taka framúr og var að dúlla sér á 110 km hraða HELVÍTIS FÍFLIN alltaf þessir Íslendingar ha?
Þetta var nú ekki heldur að fara vel með blóðþrýstinginn minn en ég er með háþrýsting svo ég skil ekki þetta tillitsleysi í fólki. Á að DREPA mann? Nú svo þegar ég er kominn til Reykjavíkur á skikkanlegum tíma án þess að horfa á neitt nema klukkuna og veginn bunast þessi sjúkrabíll beint yfir veginn þegar ég ætlaði að ná að nýta mér appelsínugula ljósið en vita þeir ekki að appelsínugult er ekki það sama og rautt??? Það þýðir að ANDSKOTANS umferðin má ennþá keyra SENDA ÞETTA FÓLK AFTUR Í ÖKUSKÓLA!!
Nú svo til að toppa allt þá missti ég af fyrri hálfleik DJÖFULSINS ANSKOTANS VITLEYSA!
Var í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega er ég hneykslaður er ég las grein þína. Og svo segirðu að þú hafir þurft að keyra Sikk-sakk akstur á milli akreina á 120 km hraða til að ná að horfa á fótboltaleik? Mér finnst að þú ættir sjálfur að fara í ökuskóla, það er stranglega bannað að taka frammúr bílum með sikk-sakk akstri. Og á 120 km hraða??!!?? Mesti hámarkshraðinn á íslandi er 90 km! Svo segiru að fólk hafi verið að dúlla sér á 110 km hraða? Þykir mér þú vera vanhæfur til aksturs á vegum Íslands.
Og svo með sjúkrabílinn. Hann var í forgangsakstri, og allir ökumenn eiga að veita neyðarbílum forgang í forgangsakstri.
Mikið vona ég að ég lendi aldrei í umferðinni með þér.
kv, Helgi
Helgi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 01:25
Nú þá þarf greinilega að hækka hámarkshraðann til að greiða fyrir umferð! Og svo skaltu ekki voga þér að vera ausa yfir mig móðgunum, IP talan þín er skráð.
Skarphéðinn Gunnarsson, 15.7.2009 kl. 01:39
Hahahaha!! Snilld!
Guðrún (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 01:41
Ég ætla rétt að vona að þú sért að djóka!!! Og hvort sem þú ert að því eða ekki þá ERTU BARA EKKI NEITT FYNDINN!!
Í fyrsta lagi,, sjúkrabílar eiga ALLTAF forgang þegar þeir eru á bláum ljósum og í örðu lagi ættiru að vera sviptur ökuprófin ef þessar lýsingar hjá þér eru réttar!! Ég vona innilega að þú hafir ekki verið með börn í bílnum því þá ætti nú bara barnaverndarnefnd að kíkja í heimsókn til þín! Þú berð ábyrgð á fólkinu sem þú ert með í bílnum!
Lestu nú aftur yfir orðin með stóru stöfunum hjá þér eins og "helvítis fíflin" og "andskotast" og þá finnuru kannski skíringu af hverju þú ert með háþrýsting eða allavega að hluta til!
Ég vona nú innilega að þú þurfir aldrei að vera fluttur með sjúkrabifreið á bláum ljósum á sjúkrahús! Ímyndaðu þér bara.. allir hálvitarnir í umferðinni eins og ÞÚ keyrandi um eins og vitleysingar af því að þeir eru að missa af fótboltaleik.. fara yfir á appelsínugulu og klessa á sjúkrabifreið! Ég þekki nú til þess að keyrt hefur verið á sjúkrabíl þar sem kona var við það að fæða barn og mildi voru að enginn slasaðist!! Það var einmitt auli sem ætlaði yfir á appelsínugulu!
En eins og ég segji.. ég vona innilega að þú sért að REYNA að vera fyndin í þessu bloggi og ef svo er ertu það alls ekki!
p.s. appelsínugula ljósið þýðir "Gatnamót tæmast" en ekki "HEIMSKIR miðaldra karlmenn með fjölskyldur í bílnum sem keyra eins og hálfvitar.. endilega notið tækifærið og farið yfir til þess að ná Liverpool-Manchester fótboltaleik"
Hunskastu bara sjálfur í ökuskóla.. STRAX!!
Hildur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 03:29
Sjálfstæðismenn hafa gaman af stórum jeppum og græða á dagin og grilla á kvöldin,er það ekki eitthvað svoleiðis.Þú síðuritari hlýtur að vera að grínast með þessari færslu þinni.
Númi (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 06:43
Bara til að skerpa á, þá EIGA sjúkrabílar (né aðrir neyðarbílar) aldrei forgang nema aðrir vegfarendur veiti þeim hann, hvort sem þeir eru með forgangsljósin á eða ekki. Hins vegar eru þeir að óska eftir að verða veittur forgangur. Ef ekið er of hratt eða gegn rauðu ljósi við neyðaraksturinn er það ætíð ábyrgð bílstjóra neyðarbílsins að sýna ítrustu varkárni og er hann jafnframt alltaf í órétti ef hann lendir í slysi.
Bjartur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.