3.6.2008 | 17:09
Rétt ákvörðun
Það virðist sem eina rétta ákvörðunin hafi verið tekin í þessu máli. Að drepa ísbjörninn.
Lítum á staðreyndir:
1. Ísbjörninn er ekki skynsöm vera og kann að ráðast á fólk í sínu nánasta umhverfi.
2. Hann er útbúinn hættulegum tönnum, klóm, miklum hraða, snerpu og styrk.
3. Hann hefur villst af leið og er í umhverfi þar sem honum kann að vera ógnað.
Í ljósi þessara staðreynda legg ég til að við göngum skrefinu lengra og verjum okkur gagnvart fleiri hættum sem kann að steðja að okkur. Margir hafa bent svo skynsamlega á að börn kunni að vera í hættu gagnvart þessum ísbirni og að ísbjörninn kunni að taka upp á þeim ósið að éta öll börn á Íslandi ef svo myndi liggja fyrir.
Lítum á fleiri hættur. Stundum gerist það að ráðavilltir unglingar komi höndum sínum yfir skotvopn og hnífa. Þá eru þessir unglingar:
1. Ekki skynsamar fullvaxta verur og kunna að ráðast á fólk í sínu nánasta umhverfi.
2. Útbúinir hættulegu skotvopni.
3. Hafa villst af leið og eru í umhverfi þar sem þeim kann að vera ógnað.
Ég legg því til að við skjótum vopnaða unglinga í höfuðið rétt eins og svo skynsamlega var gert í tilviki ísbjarnarins. Þá verndum við dýrmætu, ó svo dýrmætu börnin okkar.
Einmana og villtur hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Skarphéðinn!
Já... þetta var kolröng ákvörðun!
Loka hefði átt veginum til að ná dýrinu lifandi..
Þess í stað voru sendir nokkrir sportveiðimenn, með ævintýraglampa í augum, af stað til þess að leika sér að drepa eitt sjaldgæfast dýr á jörðinni, sem er í bráðri útrýmingarhættu!!
Lærðum við ekkert af því að hafa drepið síðast Geirfuglinn??
Tinni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:32
Bara af forvitni hvernig girðir maður af ísbjörn uppi á fjalli með nógu öflugum vörnum. ÍSBJÖRN ER EKKI ROLLA SEM HÆGT ER AÐ HÓA Á OG SIGA HUNDUM Á.
ha ha (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:46
þetta er bara ríkisstjórnin í hnotskurn. Skjóta fyrst og spyrja svo. Enda allt í rugli hérna.
Grænlendingar eru ekki hlaupandi um af ótta þótt Ísbirnir séu í næsta nágrenni.
Jón V Viðarsson, 4.6.2008 kl. 02:46
Leyfi mér að hafa eftir gullkorn sem ég sá í kommenti hjá öðrum í öðru máli en á ekki síður við í ísbjarnaruppákomunni. "gjammandi gagnrýnarar sem aldrei þurfa að taka ábyrgð í orði né verki" segir allt sem segja þarf um þá sem hafa sem hæst um þá ákvörðun um að aflífa dýrið. !!!
Sunneva (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:29
Sunneva!
Af hverju má fólk ekki vera á mót því að dýrið var drepið?? Þetta eru eins og trúarbrögð eða pólitísk rétthugsun.. Þeir sem skutu dýrið höfðu bara rétt fyrir sér.. ef e-h heldur öðru fram þá er hann bara vitleysingi.. Hvaða hroki er þetta, sérstakleg þegar viðurkennt er að það sé í raun enginn sérfræðingur hér á Íslandi í því að meðhöndla svona dýr.. Hvernig getur þú þá verið viss um að rétt hafi verið staðið að verki?
Tinni (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 17:06
Tinni ! Bið afsökunar ef ég hef misboðið einhverjum. Auðvitað meiga allir hafa sínar skoðanir. En mér finnst akkurat umræðan hafa verið eins trúarbrögð og engum gefinn sjéns sem að málinu kom. Það er annað að þurfa að taka ákvörðun á staðnum þar sem atburðarrásin er heldur en að sitja á sínum rassi langt i burtu og hafa engar áhyggjur af einu né neinu. Það sem vantar, eru vinnureglur til að fara eftir og vonandi verða þær settar núna. Mér leiðast svona upphrópanir hjá sjálfskipuðum sérfræðingum sem enga ábyrgð þurfa að bera.
Sunneva (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.