14.5.2008 | 23:48
Unga fólkið er sér til skammar!!
Þetta þykir mér mjög góð tíðindi og ættu fleiri skipuleggjendur útihátíða að taka sér þetta til fyrirmyndar. Ungt fólk undir 23 ára aldri gerir lítið annað en að dópa, nauðga og velta sér í sinni eigin ælu, og er venjulegu fjölskyldufólki til skammar. Mér er það minnisstætt þegar ég var staddur á Þjóðhátið í eyjum fyrir 10 árum, en þá valt sauðdrukkinn sjálfráða "karlmaður" niður blauta brekkuna með buxurnar á hælunum og saurinn danglandi með. Ég tók hann upp á hnakkadrambinu og henti honum umsvifalaust til stjórnenda hátíðarinnar.
Já fuss, helst bara banna svona sódóma hátíðir og kæra skipuleggjendur þeirra! Þegar ég var 23 ára maður var ég byrjaður að sjá fyrir fjölskyldu en var ekki ælandi rænulaus út í brekku. Bara helst að hækka sjálfræðisaldurinn í 25 ár takk fyrir! Því ekki er unga kynslóðin að standa sig í stykkinu!
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 550
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hún hefur náttúrulega verið til fyrirmyndar þegar þú varst unglingur.
"Ungt fólk undir 23 ára aldri gerir lítið annað en að dópa, nauðga og velta sér í sinni eigin ælu, og er venjulegu fjölskyldufólki til skammar."
Þessi setning hjá þér er þér sjálfum til skammar.
kveðja.
ps. Ég er ekki unglingur.
jónas (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:59
Skemmtilegt hvernig þú úthúðar fólki undir 23 ára... já við þurfum að taka okkur saman í andlitinu (undirritaður er 22 ára grunnskólakennaranemi)...en ekki fyrr en fordómafullt fólk yfir fimmtugt tekur sig saman í andlitinu að reynir að sjá heiminn með öðrum en sína þrönga sjónarhorni.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:00
Já fínt, það er ekki eins og þú sért að alhæfa neitt...
Ég er 19 ára, hef aldrei dópað, hvað þá nauðgað eða velt mér í eigin ælu, frekar en allir vinir mínir. Ertu að segja mér að þegar þú varst á mínum aldri hafi ekki verið til neinir svartir sauðir?
Sindri Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:02
góðan og blessaðan daginn.
Það fer nú ekki framhjá neinum að þú ert bæði bitur og leiður einstaklingur og GREINILEGA sjálfstæðismaður með meiru! Hvurnig í ósköpunum geturu dæmt alla unglinga bara út af því sem þú hefur lent í? Fulorðið fólk er EKKERT betra heldur en unglingarnir....segiru svo að unglingar dópi og nauðgi....ég held að þú ættir að hugsa aðeins meira um hvað þú ert að skrifa áður en þú setur það á netir gæskurinn! Ég er 24 ára og ekki veit ég til þes að ég hefi notað dóp eða nauðgað eða velt mér úr minni eigin ælu eins og þu vilt orða þetta...og ég bara þekki engan sem hefur gert þetta á mínum aldri hehe og ég þekki nú mikið af yngra fólki sem er bara mjög virðulegt og duglegt!
Mér finnst þetta blogg þitt til skammar.
Berglind Ósk Guttormsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:06
Skoðun mín stendur. Ég tel yngri kynslóðina vera almennt veruleikafirrtari en áður var.
Skarphéðinn Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 00:08
Þú getur þá Berglind drukkið frá þér vit og rænu án afskipta yfirvalda, fyrst þú ert 24 ára, og vaknað út í skurði. Ég skal eigi skipta mér af því. Þú skilur þetta þegar þú verður eldri.
Skarphéðinn Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 00:12
obvious troll is obvious
Árni Sigurður Pétursson, 15.5.2008 kl. 00:13
Mikið ertu heimskur eldri maður, það eina sem þú græddir á þessari færslu var að opinbera fáfræði þína á heiminum í kringum þig. Ég er tvítugur strákur, er iðinn á skemmtanalífið sem og margir vinir mínir, en það fer bara vel fram. Það eru auðvitað til sauðir í hverri kynslóð en það er lítið hægt að alhæfa það að allir jafnaldrar mínir séu í neyslu á milli naugðana.
Þú varst ungur þegar hljómsveitir einsog Pink Floyd, Led Zeppelin voru að koma saman á sennilega eina mesta dópskeiði sögunnar, ekkert nema hassreykjandi hippar að reyna að fá víðari sín á lífið. Svo var sýran víst vinsælari en sígarettur á þessum tíma líka.
Getur ekki afsakað þína kynslóð.
Hermann Valdi Valbjörnsson, 15.5.2008 kl. 00:26
Ekki fóðra tröllið!
Helgi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:29
Hermann minn, ungi maður, vissulega er gamla kynslóðin ekki án vandkvæða en í dag fást mun sterkari efni og mun auðveldara er að fá aðgang að þeim, sýndarveruleiki internetsins rænir ykkur "víðari sýn á lífið" eins og þú svo smekklega kallar það.
Skarphéðinn Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 00:40
Þú hefur ábyggilega verið þessi gæji í æsku sem var ekki í flotta hópnum. Ég skal allveg taka undir með þér að ég hef verði allveg sauðdrukkinn, á þjóhátíð stóð ég varla í lappirnar öll kvöldin. En nauðganir, slagsmál og dóp lét ég hinsvegar í fryði. Þetta er bara partur af því að vera unglingur. Þurfa ekki að hafa áhyggur af neinu og skemmta sér. En jú auðvitað er hópur sem veldur uppþoti og fleirra á skemmtunum. En það er lika bara talað um þann hóp í fjölmiðlum. Ekki fólk sem fór bara til að skemmta sér og hafa gaman. En svo þegar fólk er komið á svipaðan aldur og þú. Þá hugsar maður, hvað það var gaman að vera ungur og geta leyft sér alskonar hluti sem er ekki ásættanlegt þegar maður verður eldri. En auðvitað hefur fólk sýnar skoðanir á hlutunum sem er fínt mál.
Einn 18 ára!
Toggi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:55
Heimur versnandi...
Ég veit ekki hvaða reynslu, þú hefur af ungu fólki. Áttu einhverja krakka?
Ég er 24 ára, hef aldrei drukkið, því síður dópað og hvað þá nauðgað.
Það er fjölmargir sem eru 23 ára gamlir og halda uppi fjölskyldu og eigin íbúð.
Þannig að þetta er nú frekar ómerkilegt afrek hjá þér.
Ef það er eitthvað til í því að ungt fólk stofni seinna til fjölskyldu.
Þá er það vegna þess að það eru að afla sér kunnátu í háskólum landsinns.
Sú kynnslóð sem fer brátt að taka við, er sú allra mentaðasta sem hefur búið á þessu skeri.
Þý mátt ekki gleyma því að þú tilheyrir Hippa og pönk kynslóðinni.
Það er sú kynslóð sem að kvatti til lauslátra ásta, neyslu á hassi, sýru og öðrum viðlíka efnum.
Ég er ekki að lasta þín kynslóð, hún hefur gert heimin að því sem hann er í dag og þakka ég ykkur fyrir það.
En mér þætti vænt um að þú virðir þá kynslóð sem er núna að vaxa úr grasi og sjáir hana í því ljósi sem hún er.
Baldvin Mar Smárason, 15.5.2008 kl. 00:58
Merkilegt hvað margir virðast vera að taka þetta grín alvarlega...
haha...
Góður Skarphéðinn....
þ.e.a.s....þú hlýtur að vera að grínast....
Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:01
Fyrirgefðu vinur, þú ættir að passa þig aðeins á því hvað þú setur á netið, og ég myndi bara ráðleggja þér að eyða þessu bloggi út áður en þú verður þér til meiri skammar. Eitt annað vil ég benda þér á, þessar sódóma hátíðir eins og þú kallar þær, slepptu því bara að fara á þær og farðu á fjölskylduhátíðir og hættu þessu væli!
Atli Víðir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:06
Þessi skrif alveg meiriháttar...og þá sérstaklega öll bitru commentin frá öðrum!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 15.5.2008 kl. 01:31
smákrakkar og bleyjubörn.
ég var búinn að þessu öllu fyrir fermingu.
Halldór C (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.