12.5.2008 | 20:17
Hvað með að útrýma bara hákarlinum? Góð lausn!
Já detta mér allar dauðar...
Mér stórlega mislíkar ágangur hákarla og hvala, ekki aðeins í mannakjöt (eins og gerist stundum) heldur einnig í mannafæðu! Þessi átvögl hafsins taka af okkur fæðuna og það þýðir að sjálfsögðu minni hagnaður fyrir þjóðarbúið. Þetta hefur viðgengist á fyrri öldum þegar færri mannsbörn þurfti að fæða en í nútímasamfélagi gengur þetta varla mikið lengur. Því miður verður ein tegund að víkja fyrir annarri, og þykir mér leitt að segja að betra væri að veiða sem mestan hval og hákarl til að koma í veg fyrir stórkostlega krísu í náinni framtíð.
Veiðum hvalinn! Betri framtíð fyrir börnin okkar.
Potaði í augu hákarls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 550
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu það, Skarphéðinn, að ég held bara að við verðum að veiða eitthvað af þessum hvölum. Það er bara þannig, að á öldum áður, þegar sjávardýrin lifðu hvert á öðru og maðurinn kom þar hvergi nærri, hélst þetta jafnvægi sem náttúran er háð. Svo kom maðurinn til skjalanna og fór að taka af einni tegund umfram aðrar og þar með raskaði hann jafnvæginu. Á meðan við höldum áfram að taka svona mismikið af tegundunum, hlýtur það að kalla á vandræði. Hvalurinn étur fæðu fiskanna, s.s. svif og annað og við veiðum svo fiskinn, sem löngu er hættur að fá nóg að éta. Það sér það hver maður að við göngum á fiskibirgðirnar og verndum þá tegund sem gengur á þær með okkur. Er þetta eitthvert vit ??
dittó (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:07
Þessi uppástunga er ekki bara villimannsleg og ósiðmenntuð, laus við alla þekkingu á vistfræði, heldur líka heimskuleg. Að sporna við offjölgun fólks og halda áfram að njóta góðs af margbrotinni þróun lífríkisins er mun betri hugmynd. Tekist hefur að hanna efni sem minnkar viðstöðu vatns til muna með því að rannsaka húð hákarlsins og hafa hana sem fyrirmynd t.d..
Skortur á menntun og hugviti er of mikill meðal manna til að við eigum efni á að slátra hugmyndabanka náttúrunnar. Til að koma í veg fyrir krísu ættum við frekar að leggja áherslu á gæði umfram magn varðandi fólksfjölgun. Ef það er eini tilgangur mannsins að fjölga sér eins og hann getur þyrftum við líka á endanum að ryðja öllum tegundum úr vegi nema frumframleiðendunum (á endanum fiskunum líka s.s.), þar sem hver hlekkur í fæðukeðjunni eyðir orku (breytir henni í varmaork þ.e.a.s.). Síðan hvenær er það eftirsóknarvert markmið að gera jörðina að skítahrúgu fulla mönnum, kakkalökkum, þörungum og saurflugum?
Gatari (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:29
Ekki síðan neitt, því að það má alls ekki verða. Við erum líkast til orðin allt of mörg fyrir plánetuna. Það er alveg rétt. En hvað áttu við með gæði umfram magn í fólksfjölgun ? Viltu fara að slátra þeim sem ekki hugnast gæðastjórnuninni og rækta aría, eða hvað.....Er það þá ekki villimannslegt eða ósiðmenntað ? Annars var Páfinn að árétta það á dögunum, að hann er jafn hlinntur banni við getnaðarvönum og forverar hans aftur í svörtustu aldir. Þar með mæta inn á milli til leiks „óvelkomnir" einstaklingar sem sumir hverjir fá aldrei tækifæri í lífinu. Og þá má líka búast við því að enn haldi hættulegir sjúkdómar áfram að herja á fólk og fella það unnvörpum. Jaaaaá, þarna kom lausnin. Við fækkum liðinu þannig......
dittó (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 01:21
Hvar eru nú Greenpeace, Sea Shepard, Dýravinafélagið og allar aðrar öfgastofnanir í verndunarmálum? Það verður auðvitað að sækja manninn til saka fyrir illa meðferð á dýrum, óþokkinn potaði í augað á hákarlinum af ásettu ráði. Hann kvaldi aumingja dýrið svo að það varð að sleppa bráð sinni. Hverslags níðingur er þessi maður eiginlega? Það verður að taka á þessu áður en hann gerir það að vana sínum að pota í augun á hákörlum. Verndum hákarlana, stöðvum augnpotara!
corvus corax, 13.5.2008 kl. 09:09
Ég er ánægður með bloggið þitt Skarphéðinn
Steinn Hafliðason, 13.5.2008 kl. 23:09
Það er aðeins eitt í færslu "gatara" hér ofar sem mig langar að varpa fram spurningu um. Þar sem ég er aðeins ómenntaður alþýðusnati er mér hulið hvernig menn fóru að því að "hanna efni sem minnkar viðstöðu vatns til muna með því að rannsaka húð hákarlsins og hafa hana sem fyrirmynd t.d."
Báðu menn hákarlinn að vera alveg kyrran á meðan þeir rannsökuðu hann, eða veiddu menn hákarlinn til að geta rannsakað hann án þess að eiga á hættu að verða étnir?
Jú, það er raunar annað sem ég velti vöngum yfir af sama tilefni: Hvers vegna voru menn að "hanna" þetta efni sem "minnkar viðstöðu vatns" og til hvers er þessi "hönnun" svo notuð?
Ég er Vestfirðingur og lýsi mig fylgjandi þeirri hugmynd að ég éti hákarlinn, frekar en hann éti mig - ef mér skyldi t.d. detta í hug að þreyta sund á hákarlaslóðum, húðaður efni sem "minnkar viðstöðu vatns"
......og ég er líka ánægður með bloggið hans Skarphéðins.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:07
Skil ég það rétt að þessi hönnun geti verið hugsuð fyrir sundmenn á hákarlaslóð, svo að þeir geti forðað sér hratt og örugglega, sjái þeir til hákarlaferða. ? Ég er bara svo vitlaus að ég fatta þetta varla. Enda ekki annað en ómenntaður alþýðusnati, rétt eins og Gunnar Th. Og eins og hann og fleiri, er ég ánægður með bloggið þitt, Skarphéðinn.
dittó (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:11
Ég er líka ánægð með bloggið Skarphéðinn. Og hákarlinn er líka góður, kæstur.
Sunneva (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.