11.5.2008 | 16:49
Heilalaus íþrótt fyrir heilalaust fólk!
Stórundrast yfir þeirri maníu sem er fótbolti í íslensku samfélagi. Nú tryggir Manchester sigur þökk sé steraboltum á ofurlaunum, auk þess sem Ronaldo grenjar í tíma og ótíma á meðan hann verslar við klassahórur.
Fótbolti hefur ekkert praktískt gildi, í hvaða aðstæðum þarftu að sparka bolta innan í stálramma? Þetta er einfaldlega dæmi um frumstæða áhættuhegðun, enda hljóta þessir "kappar" fjölmörg stórhættuleg höfuðhögg ásamt því að slíta krossbönd og rústa fótunum sínum.
En maður er víst aðeins ungur einu sinni. Þeir tileinka sér eflaust karlmannlegri og praktískara sport seinna á lífsleiðinni, eins og jöklaferðir! Maður spyr sig hvort ekki væri æskilegra að banna fótbolta fyrir yngri flokkana, svo þeir leiðist ekki út í áhættuhegðun seinna meir, enda margir knattspyrnumennirnir sem hafa orðið eiturlyfjum að bráð. Gleymir einhver Maradonna?
Manchester United er enskur meistari 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe, ekki gott að byrja að hella í sig svona snemma dags... :) alla vega ekki ef þú ert á leiðinni upp á jökul í jeppanum þínum eins og sönnum "kallmanni" sæmir...
Jóhann (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:02
Þú ert greinilega eldri maður... ef þú værir pabbi minn væri ég nú fljótur að leysa mig undan því (ef þú skilar hvað ég meina!) Andskoti ertu skoðanaglaður... í tilefni þess ætla ég að dæma þig sem hálfvita og vitleysing með væg einkenni mongólisma.
Eitt að lokum: STFU! Spurðu yngri kynslóðina hvað það stendur fyrir gamli...
Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:05
Jæja segðu, sennilega álíka gáfulegt að elta tuðru út á túni og sitja inn í jeppa upp á jökli
Steinn Hafliðason, 11.5.2008 kl. 17:06
Hvað er að vita um fótbolta? Íþrótt fyrir fábjána sem sést best á áhorfendunum.
Einar (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:08
Neikvæðnipésar eins og þú ættu nú að hafa staðreyndir á hreinu áður þeir láta gamminn geysa. Með þessu "klassahóru"-tali ertu bersýnilega að rugla saman Portúgalanum Cristiano Ronaldo hjá Man.Utd og svo hinum brasilíska Ronaldo Lluiz de Lima hjá AC Milan. Hvernig er hægt að pirra sig svona á hlutum sem maður hefur ekkert vit á?
Og talandi um praktískt gildi; praktíkin er náttúrulega að drepa jeppamenn sem halda á fjöll og þurfa svo að kalla á hjálparsveitir til að redda sér heim? Ef þú ert í raun að færa þetta blogg í alvöru ertu bersýnilega í andnauð af miðaldrakrísu - argur út í ungu fótboltamennina og huggar þig við að strjúka 50 tommu jeppadekkjunum þínum.
Jón Agnar Ólason, 11.5.2008 kl. 17:14
Mér finnst nú þeir sem tala gegn fótbolta hérna þeir einu sem hafa gert sig seka um fávitaskap.
Á að hringja á Vælubílinn fyrir þig, Skarpi minn?
Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:15
Þið hafið rétt á ykkar skoðun og ég hef rétt á minni skoðun. Rétt eins og flestir andmælendur hér eiga rétt á að brjóta hausinn sinn með boltatuðru.
Skoðun mín er lagalega jafngild ykkar. Það kallast frelsi fyrir ykkur fasistana.
Skarphéðinn Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 17:26
Það er nú einu sinni þannig að þegar allir segja að þú sért hálfviti þá hafa þeir yfirleitt rétt fyrir sér.
Það hvað er gott og rétt er eitthvað sem samfélagið dæmir um og fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi.
Eindilega haltu samt áfram að halda því fram að allir séu hálfvitar nema þú og berðu þig svo saman við aðra sem hafa haldið því fram.
rooney (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:36
Fótbolti er nú alveg óvart vinsælasta íþróttagrein í heiminum í dag þannig að fávitarnir eru ansi margir. En þetta er auðvitað bara mjög skemmtileg íþrótt að horfa á og skemmir engan. Það stundar þetta enginn nauðugur viljugur frekar en það að æða á fjöll á jeppum eða vélsleðum. Að kalla þá sem ekki eru sammála manni fasista er nú ekki mjög þroskað, eða hvað?
Gísli Sigurðsson, 11.5.2008 kl. 17:46
Ég vil bara nefna eitt hérna, í lönd eins og Brasiliu, Suður Afríku og Rwanda með fleiru sem eru fátæk lönd
með mikin glæpir þar er erfitt fyrir ung börn að koma sér á framfæri og er fótboltinn eithvað sema gefur
þessa krakka vonir um líf án glæpir og ofbeldi. Fótboltinn er hobby sem hefur bjargað mörg líf.
Þannig að þegar þú ert að koma með skoðanir (sema þú átt rétt á) Reyndu þá að líta á The big picture, Ok.
Sævar Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:03
Eitthvað hlýtur dagurinn að hafa verið slæmur hjá þér fyrst þú skrifaðir svona agalega neikæða og leiðinlega færslu.
Þú segir mig heilalausan. Þú segir íslendinga vera heilalausa og vafalaust stóran meirihluta jarðarbúa (þó svo að ég hafi engar tölur um stuðningsmenn fótbolta).
Fótbolti er íþrótt og íþrótt er góð. Fótboltinn er að hjálpa börnum í nauðstöddum löndum að komast í gegnum daginn. Fótboltinn er áhugamál rosalega margra og þetta blogg þitt er í rauninni ekkert nema árás á mig og aðra fótboltaunnendur.
Ég hef t.d. engan áhuga á jeppaferðum. Ég veit hinsvegar að fótboltinn er að gera margfallt meira fyrir heiminn en jeppaferðir. Ég veit ekki um mörg fátækraþorp sem stunda jeppaferðir. Ég veit ekki um mörg jeppafyrirtæki sem hagnast gífurlega á sinni iðju og hafa þar af leiðandi nóg á milli handanna til að styrkja hin og þessi góðgerðarsamtök.
Ég veit að fótboltasamtök eins og FIFA hafa verið og eru að hjálpa nauðstöddum löndum með ýmsum styrkjum og mótum. Það er til fótboltamót fyrir heimilisleysingja en ég hef ekki hugmynd um hverjir standa á bakvið þá keppni. - Ég held að þú ættir bara að biðjast afsökunar á þessu bloggi þínu þar sem ég sé alveg að þú ert maður með eitthvað vit í kollinum og klárlega þá hlýturu að sjá að þetta blogg er ekki beint fallegur blettur á þínum karakter.
Fótboltinn sameinar heiminn að vissu leiti en vissulega eru til neikæðar hliðar á fótbolta, svo sem hópslagsmál og meira því um líkt.
En fótboltinn fær miklu miklu miklu fleiri plúsa í kladdann heldur en jeppaferðir.
Guðlaugur Ellert (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:31
Þurs, much?
Jakob (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:16
Ég vil persónulega frekar deyja úr fótboltameiðslum (hmm... margir sem hafa gert það?) frekar en að keyra jeppanum mínum ofan í einvherja jöklasprungu (hmm... margir sem hafa gert það?) Þú ert nú bara meira andskotans fíflið.
Ég vona þín vegna að þú eigir ekki börn... það hlýtur að vera hrikalegt að eiga faðir eins og þig!
Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:19
Þú talar um að knattspyrna leiði menn á villu vegar en svo lítur maður inn á mbl.is og sér jeppa á hliðinni upp við skúr eftir að "sannir" karlmenn höfðu sýnt sanna karlmennsku og keyrt fullir.
Já það er stórfenglegt fordæmi fyrir börnin okkar að keyra um á margmilljónkróna mengandi bensín(disel) hákum uppá jöklum.
Knattspyrnumótin sem að sameina ungmennin og hvetja þau að lifa heilsusamlegu líferni er ekkert annað dópsamkomur í dulargervi. Þar er lagður grunnurinn af næstu fíkniefnaneytendum með því að láta þá skalla fótbolta og þannig skemma heilabúið!
En sem betur fer fyrir heilalausu Íslendingana höfum við þig. Ljósið í myrkrinu sem mun leiða heilalausa þjóð til betri vega. Kaupum öll jeppa, hækkum hann upp og krúsum uppá hálendi í leit af sannri karlmennsku. Því jú það er svo "hollt" að sitja á rassgatinu og snúa stýri.
Nei veistu mér þykir það ansi sorglegt að einstaklingur á fimmtugsaldri sjái sig tilneyddan til þess að fara í tölvuna og skrifa pistil um hversu heilalausir stór hluti Íslendinga séu. Hver var grundvöllur þess að þú skrifaðir þennan pistil? Hélstu að orð þín væru svo máttug að einhverir fótboltaunnendur myndu taka undir með þér, játa heilaleysi sitt og fara tilbiðja jeppaferðir?
Að þú skrifir með þessum orðum, á þessum aldri .... tja .... ertu virkilega svona vitlaus?
Páll Ingi (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:43
Með þessari yfirlýsingu og ruglinu sem þú sagðir um fréttina um Gillzenegger í gær minnir mig sannar bara án adrennu að þú ert heimskasti maður sem til er. Hver lætur svona rugl útúr sér? Auðvitað hafa allir rétt á sinni skoðun en ég held að það mætti alveg taka þann rétt af þér. Finnst ótrúlegt að lesa svona eftir fimmtugan mann sem ætti að vera með aðeins meiri þroska en þriggja ára barn.
Þú ert stór ástæða afhverju ég HATA mbl bloggara því þið eruð svo fokkin heilalausir.
Ingi Ernir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:39
Ingi minn, þó þú sért ungur máttu til með að sýna vott af þroska. Skoðun mín er lagalega jafngild þinni, það þýðir ekkert fyrir þig að blóta, enginn hlustar á svona rugl. Ég hef tjáningarfrelsi samkvæmt íslenskum lögum. Þú skilur þetta vonandi þegar þú verður eldri.
Skarphéðinn Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 22:02
Já ég hefði eiginlega átt að sleppa að tjá mig hérna til að byrja með. Þú ert alls ekki þess virði. Ég bara sárvorkenni þér.
Ingi Ernir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:20
Ég tek þessu sem afsökunarbeiðni. Veri guð með þér Ingi.
Skarphéðinn Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 23:28
Mér sýnist á athugasemdunum hérna að ofan að staðan sé 1-0 fyrir Skarphéðni
Steinn Hafliðason, 12.5.2008 kl. 00:26
haha, þetta er allt saman eitt stórt djók.
Hann er að leika leiðinlega gaurinn sem var dömpað fyrir einhvern fótboltagæja,
og eyðir bara sínum tíma og peningum í einhverja málmhlunka sem spúa út CO2, fer svo heim og hraunar yfir menn sem hafa komist af úr fátækrahverfum á hæfileikum sínum.
Það skal enginn segja mér að þetta sé ekki djók.
http://skarphedinn.blog.is/tn/300/users/c7/skarphedinn/img/author_icon_19655.jpg
rooney (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:35
Þú skalt ekkert vera að taka þessu sem afsökunarbeiðni því greinilega skyldiru ekki hvað ég var að segja. Að segja að einhver sé ekki þess virði að tala við hljómar ekki eins og hrós er það? Ég sárvorkenni þér fyrir að hafa þær skoðanir sem þú hefur. Því þær eru gríðarlega barnalegar og heimskulegar.
Ingi Ernir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:39
Þú átt við svakaleg vandamál að stríða Skarphéðinn... hlustaðu á okkur öll þegar við segjum að þú eigir mjög svo bágt! ok?
Bjarni (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:40
mér sýnast nú flestir hér að ofan eiga við einhver vandamál að stríða en ég skemti mér víð lesturinn enn og aftur
sunneva (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 09:47
Hvað eru menn að blanda því saman að einn af milljón úr fátækrahverfi komist í álnir við þetta. Talandi um að deyja úr fótboltameiðslum. Eru ekki fullfrískir menn að hníga niður með hjartaáfall í miðjum leik? Varla er það af of stórum skammti af hafragraut? Ekki er nú mikill Templara andi yfir fótboltabullunum sem brjóta og bramla menn og muni í gleði yfir leiknum.
Einar (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:47
Góð athugasemd hjá þér Sunneva
Steinn Hafliðason, 12.5.2008 kl. 15:00
Stundum er betra að vera álitin heimskur, en að opna muninn og taka af allan vafa....
Einar Ben, 12.5.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.