Í steininn með þennan mann!

Unga kynslóðin stígur greinilega ekki í vitið. Ég lofa ykkur því að Ísland fer alla leið í Serbíu. Annan eins undurfagran englakór og hennar Regínu hef ég ekki áður augum litið. Lagið er frumlegt og grípandi, já ég lofa ykkur sigri í þetta sinn.

Ho ho ho hey hey hey? Bara í steininn með þetta lið. Enda eru flestir þessir kraftlyftingamenn eins, öll orkan fer í vöðvana en ekki heilann. Lyftingar eru annars mjög heilsuspillandi og sjálfur fékk ég mikið í bakið þegar Einar vinnufélagi minn plataði mig í þetta fyrir 20 árum. Ætli þeir séu ekki flestir á sterum líka? Maður spyr sig hvort álit slíkra manna sé gillt og tjáningarhæft.


mbl.is Skilja ekki Júróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki beittasti hnífurinn í skúffunni.

Samkvæmt þínum skilgreiningum ættir þú að hafa stundað miklar lyftingar.

Bæring (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:25

2 identicon

Dæmir þú alla "lyftingamenn" eins og því segiru að lyftingar séu heilsuspillandi þó svo að þín eigin reynsla sé ekki góð. Spurning hvort að þú skoðir ekki aðeins þinn eigin heila.

Jónas Þór (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:32

3 identicon

Ég get verið sammála þér í flestum atriðum.  Ég er  mest gáttaður á morgunblaðinu að hafa forsíðuna á sunnudagsmogganum 10 mai, nánast undirlagða af Gillz. 

Þarftu að hafa komið svo og svo mörgum sinnum í séð og heyrt til að komast á forsíður moggans?? Er það þannig sem Moggin ætlar sér að vera?? 

Er þetta það sem koma skal hjá Ólafi Stephensen??? 

jonas (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Jónas Þór, líklega ertu ungur kappi og álit þitt er einungis merki um fáfræði.

Skarphéðinn Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 19:46

5 identicon

Hvað í fjáranum meinar þú með því að segja að þetta fólk eigi að setja í fangelsi? Má það ekki tjá sig eins og þið hin? Ætti frekar að þagga niður í ykkur mogga bloggurum heldur en honum Gillz. Vælið eins og ég veit ekki hvað.

Svo er ég alveg sammála honum Agli. Þetta er orðið að gríni, mjög mörg lög í fyrra voru algjört djók og oftast sem að þau lenda ofarlega, t.d. Lordi. Svo verður dómarinn hjá einu landinu BRÚÐA! Hvernig getur fólk ekki séð að þetta er orðið að gríni.

"Lagið er frumlegt og grípandi, já ég lofa ykkur sigri í þetta sinn."

Lagið hans Barða var langtum meira grípandi og hreinlega sló í gegn á Íslandi.

Og afhverju dæmir þú alla kraftlyftingamenn eins? Þar er nú bara stórt of flott merki um fáfræði þína. Einnig gera þeir eflaust aðrar æfingar til þess að styrkja bakið og þessháttar.

Djöfull mun ég allavega hlægja þegar Ísland skítur á sig og eitthvað furðulegt lag vinnur keppnina.

Hjalti (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Skarphéðinn, þú ættir að skammast þín fyrir að sópa öllum þeim sem stunda lyftingar undir sama hatt því að einhver vöðvafjöll fara í taugarnar á þér. Svona röksemdarfærslur eru sjálfsigrandi, og gera bara lítið úr þeim sem leggst svo lágt að nota þær -- sbr. kynþáttahatur og aðra eins vitleysu sem byggir á sömu hugsanavillu.

Steinn E. Sigurðarson, 10.5.2008 kl. 20:06

7 identicon

Dásamlegt þegar menn eins og þú koma fullorðnu fólki í uppnám

Sunneva (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Steinn ég er einfaldlega ekki sammála skoðun þinni. Rannsóknir hafa sýnt að 90% kraftlyftingamanna þjást af krónískum bakvandamálum seinna á lífsleiðinni.

Hjalti, minn ungi maður, þú kemst ekki langt með því að snúa úr staðreyndum og ausa úr skálum reiði þinnar. Ip-tala þín er skráð.

Skarphéðinn Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 20:12

9 identicon

Það er ekki hægt að skilja þessa færslu þína öðruvísi en að þú sért að grínast.  Tilgangurinn að ná fólki upp sem þér tekst. 

Það vita það allir að þessi keppni er ekkert annað en grín en auðvitað er í lagi að hafa gaman af henni.  Ástæða til þess að grilla búa til góðan mat og drekka hóflegt magn af áfengi með vinum og vandamönnum.

Hvað menn í lyftingum varðar þá eru þeir fæstir á sterum og stunda þetta sér til heilsubóta.  Sjálfur lenti ég í slysi um árið og hef síðan stundað líkamsrækt/lyftingar sem hefur hjálpað mér mikið.  Er heill á líkama og sál að mér finnst, hahaha.

Þessi færsla þín missir marks, það skilja ekki alir þennan húmor.  Þú ættir kannski að orða hlutina öðruvísi

Hallur (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:14

10 identicon

Þú ert bara einmitt einn af þeim sem Gillz er að tala um. Heldur að þessi keppni sé í alvörunni söngvakeppni. Þó að þetta hafi kannski verið söngvakeppni fyrir 50 árum þegar þú varst ungur þá er þetta ekkert annað en skrípalæti í dag. Þetta er bara spurning um hvaða landa-klíka dumpar flestum atkvæðum á hvaða land.

Allavega, kallinn minn. Allar þessar keppnir eru löngu keyptar og búið að borga fyrir. Ísland ætti aldrei séns í þessari keppni nema Ísland yrði flutt, og þá einhvernstaðar í Austur-Evrópu. Fólk sem heldur á hverju ári sem þessi keppni er að Ísland muni vinna, hlýtur að vera gríðarlega blint á það sem er að gerast í þessum keppnum aftur og aftur.

Siggi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:18

11 identicon

Mér finnst bera nokkuð um fáfræði og fordóma í þessari athugasemd hjá þér. "Kraflyftingafólk" er íþróttafólk á öllum aldir í öllum stéttum. Lyftingar geta ekki verið heilsuspillandi nema ef þú gerir æfingarnar rangt, eða takir inn ólyfjan. Líklega hefur þú gert æfinguna vitlaust, tekið of þung lóð eða verið með e-n einbeytingaskort sem hefur ollið því að þú hefur fengið í bakið. Þess má get að mikið samspil er á milli líkamlegar og andlegar heilsu. 

Ekki er hægt að alhæfa að allt ungt fólk hafi sömu skoðanir og  Gilz. Mörgum fannst þetta skemmtileg tilraun hjá Barða, og ekki ætti að rakka hans tónsmíði niður frekar en Regínu. Að mínu mati er Eurovision keppnin að mörgu leyti stjórnuð af Tyrklandi og Austur- Evrópu, gaman að taka þátt en við eigum eflaust ekki mikla möguleika. Þó finnst mér lag Íslands í ár ágætislag, þó ég setji það sjálf ekki á fóninn. 

Sólveig (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:20

12 Smámynd: Halla Rut

Að koma ímynd af stað þar sem meðalið er sterar er ekki eitthvað sem ég get stutt en samt sem áður hefði ég haft meiri trú á kraftaköllunum í Eurovision en þessu undarlega atriði sem flutningsaðilar okkar eru með, til að koma okkur ofarlega á lista.

Halla Rut , 10.5.2008 kl. 20:23

13 identicon

Það er rosalega auðvelt að tröllast með moggabloggskommentara! Skemmtilegt líka.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:27

14 identicon

"Hjalti, minn ungi maður, þú kemst ekki langt með því að snúa úr staðreyndum og ausa úr skálum reiði þinnar. Ip-tala þín er skráð."

Mér þætti gaman að vita hvaða IP tala er skráð þarna :)

Hjalti (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:35

15 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Sólveig, þú sem og margar konur snýrð úr staðreyndum og vegur að persónu minni, einbeitingarskortur (ekki einbeytingarskortur) er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug um mig.

Skoðun mín stendur sem fyrr, frábært lag fordæmt af "íþróttamanni".

Skarphéðinn Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 20:46

16 identicon

Skarphéðinn, hvers vegna þarftu IP tölu Steins þegar þú hefur nafnið hans? Ætlarðu að hakka tölvuna hans?

Viktor (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:49

17 identicon

Forsíða Morgunblaðsins 11 maí 2008,er blaðinu til skammar.

jensen (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 21:06

18 identicon

Lengi getur fólk eytt tíma og hugsun í ómerkilegheit. Best að taka þátt í leiknum hehe. Deilt er hér um hvort ákveðinn tegund manna(kvenna) sem eyðir frítíma sínum í  "lóðabrask" sé illa eða vel gefið. Skal ég ekki um það segja, hmmm.  Annars um þessi auravísu lög er það að segja: annað steingelt, útflatt skallapopp sem þolir ekki hálfa hlustun(aurabandið) hitt er steingelt teknó sem hefði sennilega unnið ef ekki væri fyrir ótrúlega leiðinlegan hljómborðsleikara. Þessi Gilz er ótrúlega mikil mannvitsbrekka eða þannig sko. Mogginn fær sett niður við þennan gjörning, það er nú svo og jamm og jæja.

Tóneyrað.

ps. setjið bara Radiohead eða Nirvana á fóninn og gleymið þessari steypu.

Smells like a teen spirit (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:16

19 identicon

Annan eins undurfagran englakór og hennar Regínu hef ég ekki áður augum litið.
Þú ert sem sagt aðalega að pæla í útlitinu á keppendunum en ekki tónlistarhæfileikum.  (já ég veit ég er að snúa út úr og ég veit hvað þú ert að reyna að segja. Hér er ég bara að hæðast að lélegu orðavali).

Lagið er frumlegt og grípandi,
Þessi skoðun á svo sem rétt á sér eins og aðrar skoðanir, en að finnast þetta lag frumlegt finnst benda til á að viðkomandi hafi ekki heyrt mikið af tónlist seinustu 15 árin.

Bara í steininn með þetta lið.
Þarf að segja eitthvað meira um þessa athugasemd? Ég myndi allavegana fara varlega í að ávarpa fólk „ungi maður“ ef ég ætti til að láta slíkt út úr mér. Endilega komdu með betri rökstuðning á því afhverju á að setja þetta lið í steininn.

Enda eru flestir þessir kraftlyftingamenn eins,
Hvað með homma og svertingja? Eru flestir hommar eins, og flestir svertingjar eins? Þessi athugasemd þín er skólabókadæmi um fordóma.

Það er alveg rétt að staðalímynd vöðvatrölls er kannski ekki sérlega gáfaður einstaklingur, og það eru til mörg slík dæmi, en hvað með það þótt að allir séu ekki ferlega gáfaðir? Sumt fólk er því miður ekki sérlega klárt í kollinum, og ef minna gáfað fólk finnur að líkamsrækt eða aðrar íþróttir (eða tónlist eða hvað sem er) eigi vel við það, þá finnst allavega mér frábært að það hafi fundið svið sem hentar því og það getur náð árangri á.

Flestir af þessum minna gáfuðu líkamsræktargaurum sem ég hef rekist á eru rosalega vel viljandi og ég hef oft þegar ég hef farið í ræktina leitað til slíkra vöðvatrölla og beðið þá um að hjálpa mér með eitthvað, leiðbeina mér hvernig á að gera ákveðna æfingu eða eitthvað, og þeir eru lang flestir mjög vinalegir og hjálpsamir og hafa marga eiginleika sem margt fólk, sem telur sig gáfaðra, mætti taka sér til fyrirmyndar.

Það mun alltaf vera misgáfað fólk í samfélaginu og við verðum að sætta okkur við það og leggja okkur fram við að finna leiðir til að lifa saman í sátt og samlyndi. Þín tillaga til að ná því markmiði er e.t.v. að fangelsa fólk fyrir heimsku. Mín tillaga er að vera ekki svona þröngsýn og taka fólki eins og það er og sjá kosti þess frekar en galla.

... öll orkan fer í vöðvana en ekki heilann.
Ertu í alvörunni að halda þessu fram? Ég sá fyrir stuttu doktor í eðlisfræði taka vel yfir hundrað kíló í bekkpressu. Spurning hvort hann geti nokkuð framar fengist við eðlisfræði þar sem engin orka fer í heilann á honum. Ætli hann viti það ekki nokkuð vel sjálfur þar sem hann ætti að þekkja vel hin ýmsu lögmál þar sem orka kemur við sögu.

Lyftingar eru annars mjög heilsuspillandi og sjálfur fékk ég mikið í bakið þegar Einar vinnufélagi minn plataði mig í þetta fyrir 20 árum.
Ég veit svo sem ekki hver skoðun þín er á öðrum íþróttum, en það er algengt í rosalega mörgum íþróttum (fótbolta, handbolta, skíðum, fimleikum, frjálsum, o.s.fr) að fólk glími við allskonar eilífðar meiðsl eftir að hafa stundað þær lengi. Eins og aðrir hafa bent á hér þá eru bakverkir vegna lyftinga vegna þess að viðkomandi er að gera eitthvað vitlaust.

Mér finnst í alvörunni ótrúlegt að fimmtugur maður skuli skrifa svona og kalla síðan viðmælendur sína „ungi maður“ eða „ungur kappi“, og segja að annað fólk sé heimskt (eða að engin orka fer í heilann á því). Ég myndi allavega hugsa aðeins áður en þú reynir að setja þig á hærri stall en viðmælandann, með því að draga athyglina að því að þú ert eldri.

Orri (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 04:29

20 identicon

Ég viðurkenni að mig þraut orku til að lesa öll kommentin hér að ofan til enda. Kveikjan að þeim, þ.e. pistillinn sjálfur, er hinsvegar svo hárfínn að ég ætla að merkja við skrifarann hjá mér til frekari lestrar. Það er ekki öllum gefið að skrifa háð á þennan hátt, sem má sjá af öllum þessum viðbrögðum. Eins og einhver orðaði það: "Gargandi snilld!"

(mig minnir að hann hafi líka verið um fimmtugt, jeppamaður með áhuga á sjálfstæðismönnum - eða var það öfugt??)

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 08:33

21 identicon

Kíkti hér inn aftur í morgun og sé að allt er við það sama sammála síðasta ræðumanni ætla sannarlega að merkja við skrifarann og lesa mér til skemtunar hahaha. Dásamleg skrif

sunneva (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:55

22 identicon

Já... úff! er byrjaður að lesa pistla aftur í tíman frá þessum skíthæl... fyndið að einhver geti verið svona glórulaus... og það á fimmtugsaldri.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:55

23 identicon

Ég vill að þú Skarphéðinn rökræðir meira af hverju hann ætti að fara í steininn.

Atli (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:14

24 Smámynd: Skarphéðinn Gunnarsson

Seinast þegar ég vissi voru íþróttasterar ólöglegir samkvæmt íslenskun lögum. Það segir allt sem segja þarf.

Skarphéðinn Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 22:04

25 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Ég hef lesið bloggið hjá þér; Ert þú ekki að grínast eða hvað??

Manni verður hálf flökurt  að lesa bloggið þitt.

Sölvi Arnar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 22:56

26 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Já, í Kína.

Sölvi Arnar Arnórsson, 11.5.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skarphéðinn deilir visku sinni

Höfundur

Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn Gunnarsson
Skarphéðinn heiti ég. Fimmtugur sjálfsstæðismaður með sérstakan áhuga á jeppum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 550

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband