15.5.2008 | 02:17
Geimverur eru vísindaskáldskapur...
og ekkert annað en draugar 21.aldarinnar. Stöku sinnum segist einhver sjá draug (geimveru) en á þó í mesta basli við að sanna tilveru hans. Annars tel ég þetta vera lítið annað en athyglissýki og auðveld leið til að afla sér "15 mínútna frægðina". Talsmaður kirkjunnar fer þessa dapurleiðu leið til að upphefja vinsældir kirkjunnar sem hafa farið dvínandi síðan upplýsingaröldin hóf upp raust sína. Ég segi látum guð dæma, trúvillingar sem trúa á ET munu sjá eftir því í logum helvítis. Ég mun hinsvegar brumma sæll og glaður í snjóhvítum skýjum á jeppanum.
Það er aðeins líf á jörðu. Sumir segja líkurnar yfirgnæfandi, trilljarðar plánetna í kringum milljarða stjarna, einhver þeirra hljóti að bera líf. Mér finnst það jafn ólíklegt og þeir sem segja að fyrstu blaðsíður bókar Ezekyels í bíblíunni sé einhverskonar frásögn af vitsmunaverum frá öðrum heimum sem færðu okkur þekkingu. Hvurslags vitleysa að telja að yfirnáttúrulegar verur fornra tíma gætu verið "geimverur".
Ég hef lokið máli mínu, ET trúvillingar eru kjánar sem munu vera dæmdir til hreinsunar í vítiseldum.
![]() |
Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 15. maí 2008
Um bloggið
Skarphéðinn deilir visku sinni
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 676
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar